Hætt saman eftir 9 ára hjónaband

Leikaraparið Channing Tatum og Jenna Dewan hafa ákveðið að skilja eftir 9 ára hjónaband. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá hjónunum sem Dewan setti á Instagramsíðu sína í gær.

Þar kemur fram að skilnaðurinn fari fram í hinu mesta bróðerni og að þau elski hvort annað ennþá, en að þau þurfi smá pásu frá hvort öðru núna. Dewan og Tatum kynntust við tökur á dansmyndinni vinsælu Step Up og eiga saman fjögurra ára dótturina, Everly.

Parið hefur verið eitt það vinsælasta í Hollywood síðan þau tóku saman, enda dugleg að deila lífi sínu með aðdáendum. Þetta er því ákveðinn skellur svona rétt eftir hátíðarnar, við viðurkennum það.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.