Kvennakraftur í nýrri stiklu fyrir Ocean´s 8

Ný stikla fyrir bíómyndina Ocean´s 8 kom á netið í dag og það er óhætt að segja að hún lofi góðu. Enda kannski ekki annað hægt þegar þær Rihanna, Sandra Bullock, Cate Blanchett., Anne Hathaway, Awkwafina, Mindy Kaling, Sarah Paulson og Helena Bonham Carter koma saman.

Kvennakrafturinn er sjóðandi en myndin fjallar um hóp af konum sem skipuleggja demantarán á hinu árlega Met balli, sem er meðal annars haldið af Vogue, á samnefndu safni í New York. Svo birtist spjallþáttastjórinn og konungur bílasöngsins, James Corden í aukahlutverki fyrst í stiklunni.

Við getum ekki beðið eftir að sjá þessa – og væntanleg í byrjun sumars!

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.