Brúðkaupsblað Glamour er komið út

Fyrsta vefblað frá Glamour er komið út og er það 100 síðna brúðkaupsblað að þessu sinni.

Blaðið snýr að öllu sem viðkemur brúðkaupum, fatnaði, skreytingum og förðun. Skemmtileg viðtöl eru við verðandi brúðir sem eru í miðjum undirbúningi, Hildi Erlu brúðkaupsljósmyndara og Marín Magnúsdóttur, sem er sérfræðingur þegar kemur að því að skipuleggja veislur og viðburði. Einnig eru skemmtilegar greinar um algengar brúðkaupshefðir og einnig góð ráð fyrir stóra daginn.

Blaðið er aðgengilegt öllum, og ættu allir sem annað hvort eru að skipuleggja brúðkaup eða sjá það fyrir sér í nánustu framtíð, að fá gífurlega mikinn innblástur og hugmyndir fyrir stóra daginn.

Rakel Tómasdóttir teiknaði forsíðuna.

Blaðinu geturðu flett hér fyrir neðan.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.