Smá stærðarmunur á Victoria Beckham og Shaquille O´Neal

Fatahönnuðurinn Victoria Beckham ákvað að kynna samstarf sitt með íþróttavörumerkinu Reebok með skemmtilegum hætti á Instagram.

Victoria mætti á körfuboltavöllinn með goðsögninni Shaquille O´Neal til að kynna nýjasta samstarf sitt með Reebok sem mætir innan skamms í vel valdar verslanir í takmörkuðu upplagi. Þar sátu þau fyrir saman – og óhætt að segja að stærðarmunurinn sé töluverður enda segir Victoria sjálf í myndatextanum að þetta hafi verið góður dagur til að mæta í lágbotna skóm í vinnuna.

Hér má sjá brot af þessum tveimur, snillingum hver á sínu sviði, bregða á leik saman.

Chose today not to wear heels?? 🤔 @shaq @reebok #ReebokxVictoriaBeckham

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

Slam dunk! @shaq @reebok #ReebokxVictoriaBeckham

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

@shaq @j_corden @latelateshow x #ReebokxVictiriaBeckham

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.