Kominn með nóg af #metoo

Karl Lagerfeld er einn þekktasti fatahönnuður dagsins í dag, og einn sá duglegasti, því hann hannar fyrir tískuhúsin Chanel, Fendi og sitt eigið merki, Karl Lagerfeld. Karl hefur skoðanir á mörgu, tískuheiminum sérstaklega og skafar aldrei af neinu. Franska tímaritið Numéro tók viðtal við hann á dögunum þar sem hann lætur allt flakka. 

Í viðtalinu talar Karl um aldurinn, hvernig er að eldast, megrunarkúra og hvort að fatahönnuðir í dag séu látnir vinna of mikið. „Ég hef aldrei kvartað yfir of mikilli vinnu, og það er þess vegna sem allir aðrir fatahönnuðir hata mig. Þeir hafa bara áhuga á sínum innblæstri, og eyða endalausum tíma í að velja teikningar sem gerðar eru af aðstoðarfólki þeirra. Ég er eins og vél. Það versta er, að þeir kenna mér um vandamálin sem tengjast þeirra yfirvinnu, og að þessi ósjálfbæri taktur sem ríkir í  tískuheiminum í dag sé algjörlega mér að kenna. Þegar þú stýrir fyrirtækjum sem velta milljörðum, þá verður að halda dampi. Ef það hentar þér ekki, þá skaltu bara eyða tímanum inn í svefnherbergi.“

Katy Perry, Karl Lagerfeld, Cara Delevingne og Claudia Schiffer

Spurður út í #MeToo, svarar hann, að hann sé kominn með nóg af þeirri hreyfingu. „Ég er svo hissa á stjörnunum sem hafa tekið sig tuttugu ár í að muna hvað gerðist, og svo eru engin vitni að atburðunum. En hins vegar, þoli ég ekki herra Weinstein.“

Blaðamaður spyr þá hvort að hreyfingin hafi einhver áhrif haft á það hvernig hann vinnur sína vinnu, svarar hann neitandi. „Alls ekki. Ég las einhversstaðar að núna þarftu að spyrja fyrirsætu hvort henni líði vel með að pósa. Það er allt of mikið. Það var ein stelpa sem kvartaði vegna þess að buxunum hennar var kippt niður, það er ótrúlegt. Ef þú vilt ekki að hreyft sé við buxunum þínum, ekki gerast fyrirsæta!“

Hér er hægt að lesa viðtalið í heild sinni.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.