Gifta sig á Flateyri og ætla að fara óhefðbundnar leiðir

Að undirbúa brúðkaup getur verið mikill hausverkur, enda að mjög mörgu að huga. Hvar halda á brúðkaupið, hver á að vera veislustjórinn, skreytingar, hljómsveit og ýmislegt annað sem þarf að liggja fyrir helst mörgum mánuðum fyrir stóra daginn.

Í Brúðkaupsblaði Glamour, sem má lesa hér , höfðum við samband við nokkur vel valin pör sem ætla að ganga í það heilaga á þessu ári. Hér svara þær Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristjánsdóttir spurningum en þær ætla að gifta sig  á Flateyri í júlí.

Stóri dagurinn: 07.07.18

Hvað er gestalistinn stór? Við munum bjóða í kringum 170 manns.

Hvar verður brúðkaupið haldið? Við ætlum að gifta okkur á Flateyri á Vestfjörðum þaðan sem María er, en það er að okkar mati fallegasti staður landsins.

Hvað hafið þið verið að skipuleggja brúðkaupið lengi? Það eru þrjú ár síðan við trúlofuðum okkur en við fórum ekki að skipuleggja brúðkaupið af alvöru fyrr en síðasta haust. Við höfum verið með grófa hugmynd um það sem við viljum gera síðan við trúlofuðum okkur en hugmyndin hefur verið í mótun síðan og er loksins að komast í endanlega mynd. 

Hvað hefur komið mest á óvart við skipulagningu brúðkaupsins? Hvað það er erfitt að setja saman gestalista. Við gerðum alveg ráð fyrir því að það yrði erfitt, en ekki svona erfitt! Það hefur verið langmesti hausverkurinn í skipulagningunni. Allt annað hefur verið frekar einfalt og gengið lygilega vel fyrir sig. Það hefur kannski líka komið svolítið á óvart.

Hægt er lesa viðtalið við þær Ingileif og Maríu í heild sinni í brúðkaupsblaði Glamour hér fyrir neðan. 

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.