Áhrifamikil mótmæli í Cannes

Kvikmyndahátíðin í Cannes nú í fullum gangi og margt og mikið að gerast í frönsku borginni. Um helgina stýrði Cate Blanchett, sem er formaður dómnefndar í ár, áhrifamiklum mótmælum á frumsýningu myndarinnar The Girls of the Sun.

Þar komu saman á tröppunum fyrir utan aðalkvikmyndasalinn, Théâtre Debussy, 82 konur en sú tala er hin sama og fjöldi kvenna sem hafa leikstýrt kvikmyndum á Cannes frá upphafi. Á sama tímabili hafa 1,688 karlkyns leikstjórar verið með myndir sínar á hátíðinni.

Meðal þessarar 82 kvenna voru Ava DuVernay, Kristen Stewart, Jane Fonda, Marion Cotillard og Salma Hayek en ástæðan fyrir því að þessi frumsýning varð fyrir valinu er að The Girls of the Sun er eina myndin sem keppir um gullpálmann sem er leiktýrt af konu, Evu Husson.

Blanchett las sameiginlega yfirlýsingu frá sér og belgíska leikstjóranum, Agnès Varda, fyrir fjölmiðla þar sem meðal annars þetta kom fram.

Á þessum tröppum í dag standa 82 konur sem er sami fjöldi og kvenkyns leikstjórar sem hafa labbað upp þessar tröppur frá stofnum Cannes kvikmyndahátíðarinnar árið 1946. Á sama timabili hafa 1688 karlkyns leikstjórar gengið upp tröppurnar. Á þessum 71 árum sem þessi heimþekkta hátíðin hefur verið til hafa 12 konur verið formenn dómnefnda. Hinn eftirsótti gullpálmi, Palme d’Or, hefur 71 sinni farið til karlmanna og bara tvisvar til kvenna – Jane Champion sem er með okkur í anda og svo Agnés Varda, sem stendur með okkur hér í dag,“ sagði Blanchett.

„Þessar staðreyndir tala sínu máli. Konur eru ekki í minnihluta í heiminum en samt reynir þessi bransi að sýna fram á annað. Sem konur þurfum við allar að horfast í augu við okkar eigin áskoranir en við stöndum saman á þessum tröppum í dag sem tákn fyrir staðfestu okkur og viljann til að breyta.“

Svona á að nota rauða dregilinn! Hér má sjá myndir

 

Sara Sampaio.
Elsa Hosk.
Cate Blanchett.
Frá vinstri: Haifaa al-Mansour, Kirsten Stewart, Lea Seydoux, Khadja Nin, Ava DuVernay, Cate Blanchett, Agnes Varda og aðrir gestir sýndu fram á samstöðu er þær gengu rauða dregilinn.
Kendall Jenner.
Amber Heard.
Kirsten Stewart og Lea Seydoux.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.