Faðir Markle bakkar út úr brúðkaupinu

Nú styttist óðum í konunglegt brúðkaup í Bretlandi en Harry prins gengur að eiga bandarísku leikkonuna Meghan Markle á laugardaginn. Í dag berast fréttir af því að faðir brúðarinnar, Thomas Markle, sé nú hættur við að leiða dóttur sína niður altarið.

Ástæðan er óljós en Daily Mail birti myndir af Thomas Markle sem eru teknar af papparazzi ljómyndurum í Mexíkó þar sem hann býr. Þar sést hann lesa bók um bresku þjóðina og að máta jakkaföt svo eitthvað sé nefnt, svona eins og faðir brúðarinnar gerir í undirbúningi fyrir brúðkaup. Það kom svo í ljós í dag að myndirnar voru sviðsettar og faðir Markle fékk peninga fyrir. Eftir mikið fjaðrafok í dag í bresku pressunni segist Thomas verða að bakka út úr brúðkaupinu þar sem hann hafi fengið hjartaáfall fyrir 6 dögum síðan.

Þetta er staðfest í yfirlýsingu frá Kensington Palace þar sem beðið er um frið fyrir Meghan Markle í kjölfar fréttanna, þar sem þetta sé mjög persónulegur tími fyrir hana í aðdraganda brúðkaupsins.

Ætli það verði þá mamma hennar sem leiði dóttur sína niður altarið í brúðkaupi ársins?

Við komumst að því á laugardaginn næsta.

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.