Létu gott af sér leiða á tískupallinum

Góðgerðasamtökin Fashion for Relief héldu sína árlegu tískusýningu samhliða kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina. Fyrirsætan Naomi Campbell er talsmaður samtakanna og sá til þess að tískupallurinn var stjörnum prýddur.

Meðal þeirra sem gengu tískupallinn í Cannes ár voru auk Campbell, Bella Hadid, Winnie Harlow, Erin O’Connor og Natalia Vodianova. Í viðtölum eftir viðburðinn gaf Campbell, sem er 47 ára gömul,  í skyn að hún færi bráðum að leggja tískusýningaskónna á hilluna.

„Ég veit ekki hvort ég geti gengið mikið lengur, það eru komin 32 ár. En það er mikill heiður að ganga pallinn … ég mundi elska að yngri kynslóðir gæti tekið við keflinu og ég gæti sest meðal áhorfenda og horft á.“ 

Listamaðurinn Daniel Lismore sem einmitt er á leiðinni til Íslands á Listahátíð með sýninguna sína Be Yourself, Everyone else is already taken.
Naomi Campbell á pallinum.
Paris Hilton og Brandi Howe.
Farida Khelfa, Natalia Vodianova, Carla Bruni, Naomi Campbell og Marpessa Hennink.
Bella Hadid, Naomi Campbell og Natalia Vodianova á tískupallinum.
Isabeli Fontana í glæsilegum fjaðrakjól.
Daphne Groeneveld.
Bella Hadid
Winnie Harlow
Constance Jablonski
Natasha Poly
Erin O’Connor
Leikarinn Adrien Brody
Daisy Lowe
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.