Aldrei of mikið af gallaefni

Breska leikkonan Sienna Miller er yfirleitt mjög flott klædd, og fer oft sínar leiðir þegar kemur að fatavali. Hún veit greinilega að það er aldrei of mikið af gallaefni, og klæddist skemmtilegri útfærslu af því í New York á dögunum.

Sienna klæddist gallakápu, ljósblárri skyrtu og gallabuxum og fór í ljósbleika hæla við. Sumarlegt og flott, eitthvað sem við ætlum að taka til fyrirmyndar á næstu dögum. Takið líka eftir hjálminum – líka bleikur að sjálfsögðu.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.