Förðunarmyndband: Sígild brúðarförðun sem hentar öllum

Harpa Káradóttir hefur farðað margar brúðir í gegnum tíðina og veit hvað hún syngur þegar kemur að klassískri og fallegri brúðarförðun sem hentar öllum. Með vörum frá BECCA Cosmetics sýnir hún hvernig best er að ná fram ljómandi og frísklegri húð með áherslu á að draga fram og opna augun á náttúrulegan hátt í nokkrum skrefum. Sjá myndband neðst.

Módel: Arnhildur Anna Árnadóttir

#1 Rakakrem borið á andlit

#2 Becca Velvet Blurring Primer – Primer sem að jafnar út og sléttir áferð húðarinnar borinn á andlit

#3 Becca Shimmering Skin Perfector í litnum Moonstone – Krem sem gefur ljóma borið á kinnbein og hæstu svæði andlits til að lýsa upp og draga fram þau svæði

#4 Becca Aqua Luminous Perfecting Foundation – Mjög léttur farði borinn í þunnu lagi yfir allt andlit og niður á háls og bringu

#5 Becca under eye brightening corrector – Litaleiðréttinga hyljari borinn á undir augu til að draga úr bláma

#6 Becca Ombre Nudes eye palette – Ljós mattur augnskuggi borinn á yfir allt augnlok

#7 Ljós brúnn augnskuggi borinn á undir augnbein til þess að skerpa á augnsvæðinu á náttúrulegan hátt

#8 Becca Shimmering Skin Perfector Pressed Highlighter í litnum Opal – Sanseraður highlighter borinn á miðju augnloks til þess að opna augnsvæðið ennfrekar

#9 Dökkbrúnn augnskuggi borinn í ytri augnkrók í v laga formi til þess að skapa meira möndlulaga form á augunum

#10 Becca Shimmering Skin Perfector Pressed Highlighter Gradient Glow  – Létt sanseruðu sólarpúðri blandað saman og það borið undir augnbein

#11 Dökkbrúnn augnskuggi borinn meðfram efri augnháralínu með skáskornum bursta til þess að skerpa á augnsvipnum

#12 Ljósasti liturinn úr sólarpúðrinu borinn í innri augnkrók til að stækka augun og birta yfir því svæði

#13 Augnhár klippt til og stytt eftir formi augnanna. Þau ná yfir uþb 3/4 augnháralínu.

#14 Sólarpúður borið á enni og kinnbein

#15 Becca Shimmering Skin Perfector Poured Creme í litnum Opal – Kremaður highlighter borinn á kinnbein og meðfram efri varalínu

#16 Becca Soft Light Blurring Powder – Laust púður sem veitir svokallaða photoshop áferð borið yfir T svæði andlitsins til þess að koma í veg fyrir glans

#17 Becca Glow Gloss í litnum Opal – Lúkkið toppað með mildum brúnbleikum gloss

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.