Heldur í vonina að pabba sínum snúist hugur

Tilvonandi prinsessan Meghan Markle ku vera miður sín yfir því að faðir hennar,  Thomas Markle, hætti við að mæta í brúðkaupið á laugardaginn þar sem hann átti að leiða dóttur sína inn kirkjugólfið.

Brúðkaupið, sem heimsbyggðin bíður eftir með eftirvæntingu, fer fram á laugardaginn St. George’s Chapel í Windsor Castle. Thomas var staðinn að því að selja papparazzi ljómyndurum sviðsettar myndir af sér að undirbúa sig fyrir brúðkaupið. Nú hefur hálfsystir Meghan, Samantha Markle, tekið á sig sökina fyrir myndunum þar sem hún segir það hafa verið sína hugmynd. Ástæðan mun vera sú að þau vildi laga ímynd föðurins sem hefur ekki fengið góða útreið hjá slúðurpressunni.

Thomas Markle neitar nú að mæta í brúðkaupið, segist vera að jafna sig eftir hjartaáfall og að hann vilji ekki vera tilvonandi brúðhjónunum meira til skammar. Samkvæmt bresku pressunni halda Harry og Meghan ennþá í vonina að honum snúist hugur enda leikur hann lykilhlutverk í brúðkaupi ársins.

Brúðkaupið fer fram á laugardaginn í St. George’s Chapel í Windsor Castle á hádegi. Gert er ráð fyrir að milljónir manna út um allan heim muni fylgjast spennt með herlegheitunum. Klukkan 13 á breskum tíma munu þau keyra um í hestvagni um Lundúnarborg þar sem borgarbúum gefst færi að fagna nýbökuðum hjónum. Veislan sjálf er lokuð almenningi.

 

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.