Hver hannar kjólinn?

Við höldum áfram að telja niður í brúðkaup ársins enda bara nokkrir dagar í að bandaríska leikkonan Meghan Markle gengur að eiga Harry Bretaprins í London. Margir eru að velta fyrir sér hver mun hanna sjálfan brúðarkjólinn og þetta hönnunardúó er talið verða fyrir valinu.

Markle getur líklega valið á milli helstu tískuhúsa í heiminum þegar kemur að hönnun brúðarkjólsins en ástralska hönnunardúóið  Ralph&Russo er talið verði fyrir valinu. Merkið er í uppáhaldi hjá Markle sem klæddist einmitt kjól frá þeim þegar þau Harry tilkynntu um trúlofunina.

Ralph&Russo eru þekktir fyrir að hanna kjóla sem hæfa rauða dreglinum vel og í uppáhaldi hjá stjörnum á borð við Angelinu Jolie og Gwyneth Paltrow.

Það er samt ekkert staðfest í þessum málum en aðrir hönnuður og tískuhús sem hafa verið nefndir í þessu samhengi eru Burberry, Stella McCartney, Erdem og Roland Mouret.

Hvað sem verður þá verður spennandi að sjá Markle á laugardaginn – kannski í einhverjum af þessum hér kjólum frá Ralph&Russo?

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.