Reif sig úr skónum á rauða dreglinum

Já, það getur sko verið þreytandi að arka um í háum hælum alla daga. Leikkonan Kristen Stewart reif sig úr skónum á frumsýningu myndarinnar BlacKkKlansman í Cannes og og gekk um berfætt. Með þessu var hún að mótmæla ströngum fatareglum hátíðarinnar sem virðast beinast allra helst, eða eingöngu, að konum.

Eftir viku af rauðum dreglinum, háum hælum og galakjólum skal engan undra að Stewart, sem situr í dómnefnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í ár, sé orðin þreytt á herlegheitunum. Þetta kom í ljós í gær þegar hún reif sig úr himinháu hælunum fyrir framan ljósmyndarana og skokkaði svo berfætt upp stigann í átt að sýningarsalnum.

UPPFÆRT: Nú kemur í ljós að Stewart var í raun að mótmæla fatareglum kvikmyndahátíðarinnar sem segja að konur þurfi að klæðast hælum á rauða dreglinum.
„Þið eruð ekki að skipa körlum að klæðast kjól og hælum, svo þið getið ekki gert það við mig heldur.“

Fatareglur rauða dregilsins í Cannes eru ansi strangar og virðast þar beinast allra helst, eða eingöngu, að konum. Árið 2015 kom í ljós að fjöldi kvenna var vísað frá frumsýningu myndar á hátíðinni, fyrir það eitt að klæðast flatbotna skóm. Það vakti, eðlilega, mikla reiði gesta og stjarnanna. Það er kominn tími til að slá þessar reglur út af borðinu- í eitt skipti fyrir öll!

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.