Hanna sérstaka töskulínu fyrir brúðkaupið

Tískuhúsið Louis Vuitton er greinilega líka spennt fyrir konungalega brúðkaupinu á laugardaginn en í gær var sett í sölu sérstök töskulína í verslun tískuhússins við New Bond Street í London í tilefni brúðkaupsins. 

Breski fáninn er í lykilhlutverki í hönnuninni og gluggaútstillingarnar hæfa konunglegu brúðkaupi vel. Þetta er lína sem kemur í mjög takmörkuðu upplagi og bara til sölu í London. Einungis 85 töskur eru framleiddar, en um er að ræða vinsælustu týpur Louis Vuitton: Keepall, Speedy, Neo Noe og Petite Malle, allar með breska fánanum.

Sá sem nælir sér í eitt svona eintak er með góðan minjagrip um brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.