Jane Fonda senuþjófur á Cannes

Hin 80 ára gamla leikkona Jane Fonda er hvergi nærri því að setjast í helgan stein og tók Cannes kvikmyndahátíðina með trompi.

Leikkona er stödd í Cannes til að kynna nýja heimildaseríu sem hún er að gera með HBO sem nefnist Jane Fonda in Five Acts og óhætt að segja að hún hafi stolið senunni. Netflix þættirnir sem hún leikur í um vinkonurnar Grace & Frankie hafa slegið í gegn og óhætt að segja að hún sé að koma með góða endurkomu.

Á leið sinni til Cannes klæddist hún bol frá Time´s Up samtökunum en hún er dyggur stuðningsmaður þeirra.

„Ég er glöð að ég ákvað að koma aftur. Ég er glöð að hafa getað endurvakið ferilinn minn á sjötugsaldri og ég er glöð að vera í bransanum og lifandi á tímum Me Too og Time´s Up. Það er komið til að vera, alvöru hreyfing og ég held að það muni koma á alvöru breytingum.“

Jane Fonda á frumsýningu “Blackkklansman” í kjól frá Valentino.
Vel klædd á flugvellinum í bol með góðum skilaboðunum.
Í svörtum kjól frá Givenchy.
Hvít buxnadragt frá Alberta Ferretti.
Blá buxnadragt sem passar vel inn í trendin núna.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.