Rifnir treflar og köflótt stígvél

Balenciaga hefur gefið okkur smá hugmynd um hvernig haustið hjá þeim lítur út, með forhaustlínu, eða Pre-Fall 2018. Það eru ekki miklar nýjungar hjá Demna í þessari línu, en hann heldur fast í köflótta mynstrið, vel sniðnu jakkafatajakkana og þröngu stígvélin. Mikið er um köflótt í línunni og eru jafnvel ökklastígvélin frá tískuhúsinu orðin köflótt.

Risastórir rifnir treflar eru einnig áberandi í línunni, og er það mögulega það sem koma skal í haust. Anorakkarnir merktir Balenciaga og töskurnar eru orðin klassísk eign, þar sem Demna kemur með þá hluti aftur og aftur. Klæðileg lína með skemmtilegu mynstri.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.