Þessi ganga með Meghan kirkjugólfið

Og niðurtalningin heldur áfram. Í dag sviptu tilvonandi brúðhjónin, Meghan Markle og Harry Bretaprins, hulunni af því hvaða krakkar gegna hlutverki brúðarmeyja- og sveina í konunglega brúðkaupinu.

Það kemur ekki á óvart að börn Vilhjálms Bretaprins, eldri bróðir Harry, eru bæði á listanum. Þau George 4 ára og Charlotte 3 ára eru að sjálfsögðu meðal þeirra 10 barna sem öll eru undir 10 ára og yngri sem munu ganga með Meghan niður kirkjugólfið á laugardaginn.

Auk þeirra eru börn vina Meghan og Harry og frændur og frænkur. Hér er hægt að nálgast nákvæman nafnalista. Díana prinsessa var líka með börn sem brúðarmeyjar- og sveina þegar hún gekk að eiga faðir Harry, Karl Bretaprins.

Ekki er komið í ljós í hverju börnin munu vera á stóra daginn né hvernig kjóll Meghan lítur út eða hver hannar. Hér er samt góð ágiskun. Áætlað er samt að kjólinn sjálfur kosti um 100 þúsund pund, eða rúmar 14 milljónir íslenskra króna.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.