Glamour er komið út: Lífið í lit

Þá er 33 tölublað Glamour komið út í öllu sínu veldi. Blað sem boðar litríkan árstíma framundan með hækkandi sól og almennri gleði. Stútfullt af fjölbreyttu lesefni og myndefni sem veitir innblástur inn í sumarið framundan.

Forsíðuþáttinn er af fyrirsætunni Natalia Siodmiak þar sem skemmtilegar litasamsetningar leika lykilhlutverki. Ljósmyndari er Arved Colvin-Smith og um förðunina sá Ísak Freyr Helgason.

Blaðið er stútfullt af fjölbreyttu efni sem enginn má missa af. Við fjöllum um flíkurnar og förðunina sem dettur aldrei úr tísku – því aldur er afstæður ekki satt?

Glæsilegt innlit á heimili með ríka sál og skemmtilegan karakter. Smekkhjónin Karitas og Hafsteinn hjá HAF Studio buðu okkur í heimsókn þar sem auðveldlega er hægt að sækja innblástur fyrir heimilið.  Við byrjum nýja greinaröð sem við ætlum að halda áframmeð í næstu blöðum en þar fáum við mæðgur, tvær til þrjár kynslóðir til að spjalla saman, um málefni líðandi stundar – kvenhlutverkið þá og nú, hvað hefur breyst og hvað ekki.

Snyrtivörurnar eru á sínum stað en í þessu blaði fengum við fjórar flottar konur, þær Svava Johansen, Lilja Pálmadóttir, Andrea Magnúsdóttir og Svala Björgvinsdóttir deila sínum fegurðarleyndarmálum … 

Við birtum forvitnilegar niðurstöður úr könnuninni sem við lögðum fyrir ykkur lesendur Glamour.is – Ég hef aldrei … þar kom ansi margt áhugavert fram.

Þetta er bara brot af því sem Glamour býður lesendum sínum upp á þennan mánuðinn. Við mælum með að allir tryggi sér eintak. Blaðið er farið af stað til áskrifenda og á leiðinni í allar helstu verslanir.

Hægt er að tryggja sér áskrift af Glamour hér. 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.