Flott tækifæri á Íslandi fyrir unga fatahönnuði

Steinunn Eyja Halldórsdóttir útskrifaðist úr fatahönnun í Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur unnið að mörgum áhugaverðum verkefnum síðan. Steinunni dreymir um að Ísland gæti orðið sjálfbærara í framleiðslu á textíl og fatnaði.

Mynd/Saga Sig

Hver er Steinunn Eyja? Ég er 26 ára fatahönnuður sem útskrifaðist úr Listaháskóla Islands árið 2016.

Lífið eftir útskrift? Ég fór fljótlega eftir útskrift að starfa fyrir Jör by Guðmund Jörundsson en starfa núna hjá Hildi Yeoman sem aðstoðarhönnuður. Ásamt þessu hef ég tekið að mér ýmis skemmtileg verkefni, og hef verið að vinna að verkefnum við Fléttu Hönnunarstofu og Rauða Kross Íslands.

Hvernig finnst þér tækifærin á Íslandi vera fyrir unga fatahönnuði? Mér finnst þau flott, að sjálfsögðu er þetta lítill markaður en það eru þó mörg flott fatahönnunarfyrirtæki starfandi hér. Sjálf er ég í draumastöðunni hjá Hildi Yeoman. Fyrirtækið er að stækka mjög mikið og það eru fullt af skemmtilegum verkefnum framundan!

Hvað mætti breytast?  Minn draumur er sá að við gætum orðið sjálfbærari í framleiðslu á textíl og fatnaði á Íslandi.

Þú eftir tíu ár, hvernig lítur draumurinn út? Draumurinn væri að fá að halda áfram að starfa við það sem ég elska og mögulega eignast einn kött til viðbótar.

Þessi grein birtist fyrst í Mars/Apríl blaði Glamour 2018.

Love the New prints @hilduryeoman ??????? #hilduryeoman

A post shared by Steinunn Eyja (@steinki) on

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.