Meghan og Harry beint úr brúðkaupsferðalaginu í afmæli drottningar

Afmælisfögnuður Elísabetar Bretadrottingar hófst í morgun með sérstakri skrúðgöngu í London, og sléttum 3 vikum eftir brúðkaupið mikla voru þau Meghan Markle og Harry Bretaprins mætt í hestvagninn á nýjan leik, sæl að sjá eftir brúðkaupsferðalagið.

Elísabet fagnaði 92 ára afmæli sínu þann 21 apríl síðastaliðin en það er í dag sem hinn opinberi afmælisfögnuður hefst, og að sjálfsögðu er konungafjölskyldan mætt til að fagna.

Hin nýbökuðu brúðhjón, Meghan Markle og Harry Bretaprins, létu sig ekki ekki vanta. Nýkomin úr brúðkaupsferðalagi, og tilbúin í ný hlutverk. Meghan klæddist ljósbeikum kjól frá Carolina Herrera með berum öxlum og smart hattur á ská í stíl.

Að sjálfsögðu virtist hún vera búin að leggja þessar reglur hér á minnið.

Hertogahjónin af Sussex taka sig vel út.

Camilla, hertogaynja af Cornwall og Katrín, hertogaynja af Cambrigde.
Afmælisbarnið í bláu í tilefni dagsins.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.