Strax búin að brjóta konunglegar fatareglur

Já, þú last rétt. Það eru til konungalegar fatareglur en hin nýbakaða hertogaynja af Sussex, Meghan Markle, ætlar ekki að láta segjast.

Það eru fjölmargar reglur sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar þurfa að fylgja, og meðal annars þegar kemur að fatnaði. Eina af þeim reglum braut Meghan Markle er hún var viðstödd afmæli drottningarinnar í gær og meðal annars þreytti frumraun sína á svölunum með allri stórfjölskyldunni.

Markle klæddist glæsilegum pastelbleikum kjól frá Carolina Herrera sem var út á axlir og því sást bæði í berar axlir og hendur á hertogaynjunni, sem er víst ekki í boði þegar maður er hluti af konungsfjölskyldunni. Alltaf á að hylja hendur og axlir við opinber tækifæri.

Eru þessar reglur ekki úreltar og komin tími á endurskoðun? Greinilega ef Meghan Markle fær að ráða …

Kamilla, hertogaynja af Cornwall, Katrín hertogaynja af Cambridge, Meghan hertogaynja af Sussex og Harry Bretaprins.
Öll stórfjölskyldan samankomin á svölum hallarinnar.
Nýbökuðu hjónin sæl eftir brúðkaupsferðalagið.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.