Sumarlegir gestir tískuvikunnar í London

Herratískuvikan í London stendur yfir þessa dagana þar sem tískuhúsin sýna fatalínur fyrir árið 2019. Gestir tískuvikunnar voru vel klæddir fyrir sumarið og ímyndunaraflinu héldu engin bönd. Hvíti liturinn var áberandi eins og hann hefur verið í vor, en einnig voru margir mjög litaglaðir.

Hún gerir sér lítið fyrir og skellir sér í Gucci frá toppi til táar.
Hvítur gallajakki við teinóttar buxur, svo setur hatturinn punktinn yfir i-ið.
Teinóttur hvítur jakki við silkibuxur.
Brún köflótt jakkaföt við strigaskó og stuttermabol.
Ljósblá og sumarleg dragt.
Þessir hafa aldrei skemmt sér jafn vel og á tískuvikunni.
Ljósklæddir gestir taka sér matarpásu.
Nú er kominn tími fyrir sumarlega kjóla við strigaskó.
Gul snákamynstruð dragt kemur vel út.
Við þráum sumar og sumarlega kjóla!
Dökkt gallaefni hefur verið vinsælt í vor og kemur til með að vera það í vetur líka.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.