Styður við eiginmanninn á tískuvikunni

Victoria Beckham var mætt á tískuvikuna í London til að styðja við eiginmanninn, David Beckham, þar sem fatamerkið Kent & Curwen kynnti nýja línu til leiks. David er hluthafi í fatamerkinu. Boðið var upp á hádegisverð, þar sem gestir gátu fylgst með tískusýningu frá merkinu og fengið sér Fish & Chips.

Hjónin eru þá bæði komin í tískuheiminn, en Victoria Beckham er listrænn stjórnandi hjá sínu eigin tískuhúsi, Victoria Beckham.

Victoria klæddist kjól og skóm frá sínu eigin fatamerki, sumarlegt og flott.
Victoria Beckham, Edward Enninful ritstjóri breska Vogue og David Beckham sátu saman.

#momentcaptured ❤ ? @katrinaisrael

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.