Komin til baka frá leynilegri brúðkaupsferð

Glamour/Getty

Heimurinn fylgist vel með Harry bretaprins og konu hans Meghan Markle, en þrátt fyrir það náðu þau að koma sér í burtu í tveggja vikna brúðkaupsferð. Þau eru nýkomin til baka, og rétt náðu fyrir afmæli drottningarinnar.

En hvert fóru þau? Það er ekki vitað enn og eru vangaveltur á lofti. Kanada, Írland og Afríka koma öll líklega til greina.

Það hlýtur að vera gott að komast aðeins tvö í burtu og fá að vera í friði, því það er mjög sjaldgæft í lífi þessara hjóna.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.