Óskalisti vikunnar hjá Glamour

Óskalisti vikunnar hjá Glamour er heldur sumarlegur og þægilegur, en við bíðum þó spenntar eftir aðeins betri veðri. Nú ætlum við að klæða okkur í ljósan fatnað og þægilega skó.

Buxurnar eru frá Blanche og fást í Húrra Reykjavík. Þær eru á 18.990 kr.

Skórnir eru frá samstarfi Adidas x Alexander Wang, og eru mjög ofarlega á okkar lista. Þeir kosta í kringum 24 þúsund krónur, og fást á Farfetch.com.

Við ætlum aldeilis að vera duglegar að kíkja í jóga, og þyrftum þessvegna helst jógadýnu frá Prada. Fæst á Prada.com.

Taupokinn er til styrktar Mæðrastyrksnefnd, sem fagnar 90 ára afmæli á þessu ári.

Skyrtan er létt og þægileg, og passar við svo margt. Hún fæst í Zöru og kostar 4.995 kr.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.