Ljósbrún jakkaföt ríkjandi í Flórens

Herratískuvikan í Flórens, Pitti Uomo, fer fram þessa dagana og fylgjumst við spenntar með. Aðallega þó götutískunni, því ítalskir karlmenn hugsa mikið út í fatnaðinn. Ítalskir karlmenn eru oft sagðir þeir best klæddu í heimi.

Ljósbrúnn var mjög áberandi, enda mjög gott veður þar í borg af myndunum að dæma, og allir að klæða sig eftir veðri. Hattar eru einnig mjög áberandi, eins vasaklútur og flott sólgleraugu. Ítalinn er með smáatriðin á hreinu.

Ljósbrún jakkaföt koma hér vel út, með hvítu skyrtu og bindi.

Ljósbrúnt frá toppi til táar.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.