Stjörnur sem nota ekki sín alvöru nöfn

Það getur verið erfitt að koma sér áfram í Hollywood, og hafa nöfnin staðið í vegi fyrir mörgum. Aðrir hafa ekki látið það á sig fá og hafa einfaldlega bara breytt nöfnunum.

Rihanna

Fædd: Robyn Rihanna Fenty

Söngkonan hefur alltaf notað miðjunafnið sitt, en hún segir að fjölskyldan og vinir kalli hana Robyn. “Ég heyri varla þegar fólk kallar mig Rihanna, en þegar fólk segir Robyn, þá nær það athygli minni.“

Gigi Hadid

Fædd: Jelena Noura Hadid

Jelena var oft kölluð Gigi, en þó bara heima fyrir. Hlutirnir fóru að flækjast þegar hún byrjaði í skóla. Þar var önnur stelpa sem hét Helena, og kennarinn ruglaði þeim oft saman. Kennarinn spurði mömmu Gigi hvort að hún hefði eitthvert gælunafn, og síðan þá hefur það aldeilis fest við hana.

Miley Cyrus

Fædd: Destiny Hope Cyrus

Miley nafnið þróaðist út frá gælunafni í æsku. Hún brosti mikið sem barn og var því kölluð Smiley, sem síðan varð Miley. Árið 2008 breytti Destiny Hope nafni sínu í Miley.

Nicki Minaj

Fædd: Onika Tanya Maraj

Rapparinn talaði um nafnið sitt í viðtali, og sagði að einhver hefði breytt því í Minaj. „Hann sannfærði mig um að heita Minaj, og ég hataði það. En nánir vinir og fjölskylda kalla mig Onika. Ég er ekki Nicki Minaj þegar ég er með þeim.“

Alicia Keys

Fædd: Alicia Augello-Cook

Alicia vildi breyta nafni sínu í eitthvað sem hentaði betur fyrir sviðið. „Ég ætlaði að breyta því í Alicia Wild, en mamma sagði nei, henni fannst það hljóma eins og ég væri strippari. Svo ég breytti því í Keys. Eins og lyklar, sem opna margar dyr.“

Jamie Foxx

Fæddur: Eric Marlon Bishop

Jamie talaði um að hann hefði breytt nafni sínu þegar hann fór að vera með uppistand. „Það voru svo mikið af karlmönnum og fáar stelpur, og stelpurnar komust alltaf að, þannig ég breytti nafninu mínu í eitthvað kynlaust, Jamie Foxx.“

Frank Ocean

Fæddur: Christopher Edwin Breaux

Tónlistarmaðurinn breytti nafni sínu árið 2010. „Enginn af okkur er nafnið okkar. Ef þér líkar ekki við nafnið þitt, breyttu því þá. Nú er ég Christopher Francis Ocean.“

Cardi B

Fædd: Belcalis Almanzar

Cardi B er stytting á Bacardi, eins og rommið fræga. „Systir mín heitir Hennessy, svo allir fóru að kalla mig Bacardi. Svo fór ég að kalla sjálfa mig Bacardi, sem síðar var stytt í Cardi B,“ sagði söngkonan í viðtali við Jimmy Fallon.

Lady Gaga

Fædd: Stefani Joanne Angelina Germanotta

Áður en hún varð fræg poppstjarna, þá tók Stefani nafnið Lady Gaga nafnið frá hinu fræga Queen lagi, Radio Ga Ga.

Lorde

Fædd: Ella Marija Lani Yelich-O’Connor

„Ég vil vera kölluð Ella. En ég valdi Lorde því ég vildi sterkt nafn, og mér fannst skírnarnafnið mitt ekkert sérstakt.“

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.