Glamour mælir með um helgina: Grandi Mathöll

Helgin verður skemmtileg og viðburðarrík hjá okkur Íslendingum. Fyrsti leikur Íslands á HM í fótbolta og 17. júní á sunnudag. Glamour mælir með að gera enn meira úr helginni, og gera sér ferð á Granda Mathöll.

Grandi Mathöll opnaði nýlega, en þar eru átta veitingastaðir og einn pop-up vagn. Andrúmsloftið er þægilegt og afslappað og maturinn ferskur og fjölbreyttur. Mathöllin er kjörin fyrir þá sem vilja grípa sér eitthvað að borða, smakka marga mismunandi rétti, og fá sér íslenskan bjór með. Svo er hægt að fá freyðivín á krana!

Glamour kíkti í heimsókn og fékk að bera staðinn augum.

Myndir/Rakel Tómasdóttir. KORE og Íslenska fjárhúsið.
Umhverfið er skemmtilegt og Reykjavíkurhöfn blasir við.

Freyðvín á krana!
Pop-up vagninn að þessu sinni er Ísey Skyrbar.
Rabbar Barinn.
Víetnam og Fusion Fish & Chips.

Micro Roast – Vínbar.

Hér er hægt að lesa meira um mathöllina og veitingastaðina. Góða helgi!

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.