Gucci garðurinn opnar sýningu um Björk

Gucci garðurinn frægi er staðsettur í ítölsku borginni Flórens, og er nokkurs konar Gucci-safn. Garðurinn er hugarfóstur Alessandro Michele, listræna stjórnanda Gucci. Herratískuvikan í Flórens stendur nú yfir og ber nafnið Pitti Uomo, og í tilefni þess opnaði garðurinn sýningu um Björk.

Glamour/Skjáskot

Garðurinn er staðsettur við torgið Palazzo della Mercanzia í Flórens. Tvö herbergi safnsins eru tileinkuð Björk, og inniheldur kjóla og grímur, og fatnað frá tónlistarmyndbandinu The Gate, sem kom út árið 2017. Alessandro Michele hannaði fatnaðinn í því myndbandi sem fékk mikla athygli, en kjólinn tók 550 klukkutíma að sauma, þar á meðal fóru 320 klukkutímar í bróderingu.

Björk er fyrsti tónlistarmaðurinn sem heiðraður er með þessum hætti í Gucci garðinum, en þau Alessandro eru miklir vinir.

Grímur hannaðar af James Merry fyrir Björk eru líka til sýnis.

Í Gucci-garðinum er einnig lítil verslun sem hægt er að finna skemmtilegar vörur, og þar á meðal má finna bækur um Björk.

Ert þú á leiðinni til Flórens í bráð? Það gæti verið góð hugmynd að stoppa í Gucci garðinum.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.