Katrín klæddist Alexander McQueen í skírninni

Katrín og Vilhjálmur skírðu sitt þriðja barn í dag, prins Louis. Katrín hefur lítið sést í opinberum veislum og tilefnum síðastliðna mánuði, en þetta er í annað skipti sem hún sést síðan hún átti drenginn.

Við skírnina klæddist hún kremlituðum Alexander McQueen kjól og með þykka hárspöng. Fjölskyldan leit vel út og virtust þau ánægð með daginn, og þá sérstaklega eldri systkini Louis litla. Katrín var í stíl við skírnarkjólinn sjálfan, en öll þeirra börn hafa verið skírð í sama kjólnum.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.