Björk klæðist kjól skreyttum tuttugu og fimm þúsund kristöllum

Björk er á tónleikaferðalagi og kom fram í Englandi í gærkvöldi. Fatnaðurinn hennar á tónleikaferðalaginu hefur verið mjög áhugaverður, eins og Björk einni er lagið, og hefur hún klæðst sérsaumuðum kjólum og grímum.

Í gærkvöldi klæddist hún þó kjól sem tók fimmtán manns, sex mánuði að klára. Kjóllinn er eftir rómanska fatahönnuðinn Lana Dumitru og arkitektinn Vlad Tenu, en þau vinna saman undir merkinu Foraeva. Kjóllinn táknar rómanska mottu, og er skreyttur tuttugu og fimm þúsund Swarovski kristöllum. Gríman sem hún klæðist er svo eftir James Merry, en hann er maðurinn á bakvið allar grímur Bjarkar.

Að sjálfsögðu virðist kjóllinn sem sérsniðinn fyrir Björk, og hentar sviðsmyndinni og hennar tónlist einstaklega vel.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.