Harry Bretaprins eyddi einni milljón króna í skírnargjöfina

Harry Bretaprins var að sjálfsögðu viðstaddur skírn litla frænda síns, Louis prins, eða Lúðvíks, en viðburðurinn fór fram í London í gær. Skírnargjöfin var ekki af verri endanum, en hann gaf Lúðvík fyrstu úgáfu af bókinni Bangsímon, sem kostaði um eina milljón króna, eða tíu þúsund dollara.

Náinn fjölskylduvinur segir gjöfina þýða mikið fyrir Harry, en Díana, móðir Harry, er sögð hafa lesið bækur fyrir syni sína fyrir svefninn. Nú hefur Harry safnað í lítið bókasafn fyrir litlu frændsystkini sín, Georg, Karlottu og Lúðvík. Falleg gjöf með fallegri hugsun.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.