Kim Kardashian West og North West leika saman í auglýsingu

Þrjár kynslóðir Kardashian-fjölskyldunnar, Kris Jenner, Kim Kardashian West og North West, leika saman í auglýsingu fyrir Fendi. Aðalatriðið þar er taskan Peekaboo frá Fendi. Myndirnar af herferðinni munu birtast á samfélagsmiðlum frá 11. júlí.

Í myndbandi sem Fendi hefur birt sjást mæðgurnar liggja saman í grasi, labba við sundlaugarbakkann, þar sem litla North West heldur á lítilli útgáfu af töskunni. Fjölskyldur eru aðalatriðið í Peekaboo-auglýsingaherferðum Fendi, og vilja þau leggja áherslu á klassík töskunnar.

„Við vildum leggja áherslu á fjölskylduhugtakið, og fá aðrar fjölskyldur með okkur. Kardashian-konur eru allar mjög sterkar konur, með sterka persónuleika. Þær eru þekktar fyrir útlit sitt en við vildum ná fram aðeins nánari hlið af þeim,“ segir í tilkynningu frá Fendi.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.