Beyoncé gerir fatalínu með Balmain

Beyoncé og Olivier Rousteing, listrænn stjórnandi franska tískuhússins Balmain, hafa gert fatalínu saman, og mun allur ágóði hennar renna til góðgerðarmála. Hugmyndin kviknaði á æfingu fyrir Coachella, en búningar hennar og frammistaða á tónleikunum vöktu mikla athygli, og voru tónleikarnir taldir vera einir af hennar bestu.

Beyoncé á Coachella.

Eins og fram hefur komið þá hannaði Olivier Rousteing alla búninga Beyoncé á tónleikunum. Á miðri dansæfingu kviknaði hugmyndin að samstarfinu. „Þegar hún tók eftir því að allir dansarar hennar voru að elska dressið, og hún var að elska fatnaðinn sjálf, þá áttuðum við okkur á því að við værum með eitthvað áhrifamikið,“ sagði Olivier um samstarfið.

Skilaboðin sem Beyoncé og Olivier vilja senda er að maður á aldrei að hætta að dreyma. Olivier tengir mjög vel við málefni sem Beyoncé hefur staðið á bakvið, gegn rasisma og að standa með konum. „Ég er viðkvæmur fyrir þessum málefnum. Ég er dökkur en foreldrar mínir eru hvítir. Ég ólst upp í Frakklandi en hafði enga tengingu við það að vera dökkur. Að gera þessa línu með Beyoncé er stórmerkilegt fyrir mig. Hún er og verður hluti af sögunni, og verður alltaf tákn þessarar kynslóðar, ekki einungis fyrir tónlistina heldur fyrir tísku líka,“ sagði Olivier.

Ágóði fatalínunnar mun renna til United Negro College Fund. „Ég kem frá munaðarleysingjahæli. Þetta samstarf er svo mikilvægt. Við gleymum ekki hvaðan við erum.“

Beyoncé x Balmain kemur í verslanir  þann 13. júlí. Línan kemur í verslun Balmain í París en einnig mun hún fást í netverslunum. 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.