Breyttar aðstæður, minni tími

Að verða foreldri eru forréttindi, en við það að verða foreldri breytist ansi margt. Persónulegur frítími þinn minnkar til muna og margt sem tilheyrði  daglegri rútínu breytist og þú ferð að reyna að láta margt taka sem stystan tíma. Flestar mæður geta verið sammála um að  útlitið sitji oft á hakanum sökum tímaskorts og anna sem  fylgja foreldrahlutverkinu.

Það eru eflaust ófáar mæðurnar sem  kannast við að ná ekki að græja sig á morgnana líkt og þær myndu kjósa að gera og allt í einu er spegillinn í bílnum tekinn við hlutverki spegilsins inni á baði. Það eru til alls kyns leiðir til  að reyna að viðhalda óskaútlitinu. Þú þarft ekki aragrúa af snyrtivörum eða klukkustund á morgnana fyrir framan spegil til þess að líta vel út. Alla vega meðferðir eru í boði á snyrtistofum sem geta auðveldað þér að viðhalda því útliti sem  þú kýst án mikillar fyrirhafnar og hellingur af snyrtivörum sem gefa þér útkomu sem varir í nokkra daga. Vandaðu valið á  snyrtivörunum og veldu  vörur sem  þér finnst raunverulega fríska upp á útlitið.

Glamour tók saman lista yfir meðferðir á snyrtistofum sem gætu sparað þér nokkrar mínútur á morgnana svo þú náir fyrr óskaútkomunni.

Glamour/Getty

Andlitsmeðferðir á snyrtistofum geta heldur betur bætt útlitið. Alla vega meðferðir eru í boði og því ert vert að kynna sér hvað er í boði.

Litun og plokkun er eitthvað sem  margar íslenskar konur hafa tileinkað sér. Að skerpa örlítið á augabrúnunum rammar inn andlitið og konum finnst þær oft ögn svipsterkari. Varastu þó að lita augabrúnirnar of dökkar.

Litun augnhára og augnháralenging er fyrirbæri sem er orðið mjög vinsælt hér á landi. Fyrir þær konur sem  mála sig sama og ekkert getur þetta verið sniðug leið til þess að skerpa hressilega á augnsvipnum. Kosturinn við þessa meðferð er að þú þarft ekki einu sinni að setja á þig maskara í nokkrar vikur. Varastu þó að  láta setja á þig of löng augnhár og prófaðu þig frekar áfram með náttúrulega lengd sem  klæðir þína augnumgjörð.

Góð klipping hefur ansi mikið að segja þegar þ kemur að því að græja á sér hárið á morgnana. Slitið hár og rót klæðir fæsta, því er tilvalið að panta reglulega tíma í klippingu og fá aðstoð fagaðila um hvernig best er að meðhöndla klippinguna og hvaða hárvörur þú ættir að nota. Að eiga góðan hárblásara er einnig afar mikilvægt.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.