Kylie Jenner prýðir forsíðu Forbes

Hin tvítuga Kylie Jenner er á forsíðu á nýjasta tölublaði Forbes. Blaðið er tileinkað amerískum kvenmilljarðarmæringum, þeim sem hafa byggt fyrirtæki sín upp frá grunni. Kylie er eigandi snyrtivörumerkisins Kylie Cosmetics, en það er eitt heitasta snyrtivörumerkið í dag. Það eru aðeins tvö ár síðan að fyrsta snyrtivaran kom frá merkinu, og er það hin fræga tvenna, varalitur og varablýantur. Síðan þá hefur Kylie bætt við vöruúrvalið.

Glamour/Skjáskot

Þrátt fyrir að aðeins séu u.þ.b. tvö ár síðan fyrsta varan kom á markað, þá hefur Kylie selt snyrtivörur fyrir rúmar 67 milljarða. „Ég hef samfélagsmiðlum svo margt að þakka, það er alveg ótrúlegur miðill og ég hef greiðan aðgang að viðskiptavinum mínum og aðdáendum,“ segir Kylie Jenner í viðtali við Forbes.

Kylie hefur notað samfélagsmiðla mikið, og er dugleg að deila sjálfsmyndum af sér þar sem hún notar snyrtivörurnar sínar og auglýsir þær. Þar byggir hún einnig líka upp spennu fyrir nýjum vörulínum, en vörurnar selur hún á vefsíðu sinni. Frumraun hennar, varalitir og varablýantar, seldust upp á innan við einni mínútu í nóvember 2015.  í Kylie er með 110 milljónir fylgjenda á Instagram.

Hér er hægt að lesa grein Forbes í heild sinni.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.