Meghan Markle klæðist litla svarta kjólnum

Meghan Markle klæddist litla svarta kjólnum í London í gær, en sú flík er talin ein sú klassískasta sem til er. Allar konur ættu að eiga einn lítin svartan kjól, en Audrey Hepburn gerði hann svo frægan í myndinni Breakfast at Tiffany’s.

Kjóllinn hennar Meghan er frá franska tískuhúsinu Dior, hatturinn hennar er frá Stephen Jones og skórnir og taskan eru einnig frá Dior. Hálsmál kjólsins er sama hálsmál og á brúðarkjól Meghan, en hún virðist mjög hrifin af þessu sniði, enda klæðir það hana mjög vel.

Glamour/Getty
Audrey Hepburn í Breakfast at Tiffany’s.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.