Glamour spyr: Hver er tískufyrirmynd Íslands?

Glamour leitar að tískufyrirmynd Íslands – hvaða Íslendingur veitir mestan innblástur þegar kemur að klæðaburði og persónulegum stíl? Sendu okkur þína tilnefningu hér fyrir neðan!

Það er hefð fyrir því að útnefna best klædda Íslendinginn og margar konur og menn hlotið þá nafnbót af hinum ýmsu miðlum. Nú á tímum samfélagsmiðla er ógrynni til af smekklegum konum og körlum sem nýta sér nýja miðla til að prufa sig áfram þegar kemur að tísku. Þess vegna langaði okkur, í stað þess að leita til vel valdra álitsgjafa, að beina spurningunni beint til lesenda Glamour, hver er að ykkar mati tískufyrirmynd Ísland? Óháð kyni og aldri – hver sem er!

Það má tilnefna hvern sem er en gjarna má rökstuðningur fylgja svarinu. Við veljum svo topplista sem sérvaldir álitsgjafar velja á milli og niðurstöður má svo finna í næsta tölublaði Glamour!

ÝTTU HÉR TIL AÐ TAKA ÞÁTT

Iris Apfel
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.