Birti myndband af sér og Miley Cyrus á Instagram

Svo virðist sem Liam Hemsworth hafi slökkt á öllum orðróm varðandi það að hann og Miley Cyrus séu að hætta saman á Instagram Stories í gær.

Það var í gær sem slúðurmiðlarnir fór af stað með sögur af því að parið væri hætt saman og búið væri að blása brúðkaupið af. Og að það væri meðal annars ástæðan fyrir því að söngkonan Cyrus væri búin að eyða öllum myndum af Instagraminu sínu. 

En leikarinn birti í gær myndband af þeim tveimur saman að fíflast í bíl á Instagram Stories hjá sér í gær. Hvort það haai verið til að vísa þessum sögusögnum til föðurhúsanna er ekki gott að segja en það að minnsta kosti sannar að þau eru ennþá par og ástin lifir. Góðar fréttir fyrir aðdáendum þeirra sem geta andað léttar.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.