Leitaði sér hjálpar vegna þunglyndis

Söngkonan og fyrrum meðlimur í stúlknasveitinni Destiny´s Child, Michelle Williams hefur opnað sig um baráttu sína við þunglyndi og að segist hafa þurft að leita sér hjálpar á dögunum vegna þessa.

Williams opnaði umræðuna um andleg veikindi sín á síðasta ári en hún hefur þurft að glíma við þunglyndi síðan hún var hluti að stúlknasveitinni frægu ásamt þeim Kelly Rowland og Beyoncé. Sveitin er ennþá að koma fram á vel völdum viðburðinum, þá sem hluti af tónleikum Beyoncé.

Á þriðjudaginn birti Williams yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist hafa þurft að leita sér hjálpar á dögunum vegna þunglyndis. Að það sé ekkert feimnismál og að hún hvetji aðra í sömu stöðu að gera það líka.

Williams fær mikið lof fyrir þetta frá notendum Twitter enda umræða sem þarf svo sannarlega að halda á lofti.

Destiny´s Child koma fram á Super Bowl.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.