Nýtt sjóðandi heitt myndband með Svölu Björgvins

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er landsmönnum vel kunn en í dag kom út glænýtt lag og sjóðandi heitt myndband með henni, For The Night.

Lagið er fyrsta sólóverkefni Svölu en myndbandið er eftir Sögu Sigurðardóttur ljósmyndara og unnið af Einari Egilssyni. Lagið fjallar um freistingar, þegar maður heldur að maður sem kominn yfir aðila en getur ekki staðist hann um leið og hann verður á vegi þínum. Það er samið af Svölu, Einari Egils og Ryland Blackinton sem einnig er framleiðandi.

Svala skrifaði nýverið undir samning við plötufyrirtækið SONY DK sem sér um að dreifa tónlist hennar út um allan heim, með áherslu á Ísland og Norðurlöndin. Það eru því spennandi tímar framundan hjá Svölu sem vert er að fylgjast með.

Föstudagslagið mætt!

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.