Svefn, vatn og góður húmor

Manstu eftir fyrstu snyrtivörunni sem þú eignaðist eða hvenær þú byrjaðir að nota snyrtivörur? Hversu miklu máli skipta snyrtivörur í daglegu lífi? Glamour fékk nokkrar vel valdar konur til að deila snyrtivenjum sínum og leyndarmálum með lesendum.

Lilja Pálmadóttir er 50 ára hrossaræktandi, tamningamaður og myndlistarmaður. Hún notar snyrtivörur á hverjum degi og gæti ekki verið án EGF húðdropanna frá Bioeffect.

Notar þú snyrtivörur á hverjum degi?

Já, ég nota snyrtivörur á hverjum degi.

Manstu hver fyrsta snyrtivaran sem þú eignaðist var – og notarðu hana enn í dag?

Fyrsta snyrtivaran sem ég eignaðist var Clinique Dramatically Different Moisturizer rakakrem.

Hvenær urðu snyrtivörur, krem og förðunarvörur partur af þinni daglegu rútínu? Ég var 15 ára og upp frá því hef ég notað krem eða dropa sem part af minni daglegu rútínu. Notaði Clinique-kremið örugglega í nokkur ár en nota það ekki lengur.

Hvaða snyrtivöru gætir þú ekki verið án? Ég gæti ekki verið án EGF húðdropanna.

Skipta snyrtivörur þig miklu máli? Snyrtivörur skipta mig töluverðu máli, aðallega krem og dropar.

Lumarðu á einhverju fegurðarleyndarmáli sem þú vilt deila með lesendum? Svefn, vatn og góður húmor.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.