Eru þetta tískufyrirmyndir Íslands? Topp 10 listi – kosning!

Glamour kallaði eftir tilnefningum frá lesendum varðandi hvaða Íslendingur væri vel klæddur, smart og með fallegan stíl sem gæti fengið nafnbótina tískufyrirmynd Íslands. Hér er topp 10 listinn!

Viðbrögðin létu ekki á sér standa en við fengum yfir hundrað tilnefningar sem virkilega skemmtilegt var að fara yfir og skoða. Hér fyrir neðan má svo sjá þá einstaklinga sem fengu flestar tilnefningar og vel valdan rökstuðning fyrir valinu frá lesendum.

Við hvetjum alla til að kjósa hér – hver af þessum veitir þér innblástur í fatavali?

Irena Sveinsdóttir

„Þorir og með puttann á púlsinum. Vinnur við tísku alla daga í Húrra “

„Algjör töffari með frábært auga fyrir að blanda saman flíkum og trendum.“

„Karin & Írena – allar ungu stelpurnar fylgja þeim. Mega flottar.“

Írena á Instagram hér.

Karin Sveinsdóttir

„Hún hefur að mínu mati veitt íslenskum stelpum mikinn innblástur fyrir street style tískuna sína.“

„Flottari stíl er hvergi hægt að finna, blandar saman mismunandi stílum og púllar allt svo effortlessly! Style Icon.“

„Sveinsdætur, Þær eru svoooo kúl“

Karin á Instagram hér.

Björk Guðmundsdóttir

„Frægasti Íslendingur fyrr og síðar verður að sjálfsögðu á þessu blaði. Björk er einstök og á heima á hvaða lista sem er yfir vel klæddar konur. Aðaleinkenni Bjarkar er að vera afar fylgin sér og listræn. Það klæðir sig enginn eins og Björk.“ 

„Ég elska fólk sem klæðir sig algjörlega eftir eigin sannfæringu og er alveg sama hvað öðrum finnst. Björk “okkar” er þar fremst í flokki.“

„Hún klæðist ótrúlegum listaverkum á tónleikum, kjólum og grímum sem við munum sjá á söfnum og listasýningum í framtíðinni.“ 

„Einstök.“

Björk á Instagram hér.

Andrea Magnúsdóttir

„Ein glæsilegasta kona landsins með sinn einstaka stíl sem hún nær alltaf að aðlaga að íslenskum veðuraðstæðum sem er svo sannarlega aðdáunarvert! Hönnun hennar vekur athygli hvar sem er og allt sem hún velur inní verslunina sína er valið inn af mikilli gaumgæfni. Klárlega mín stílfyrirmynd!“

„Mig langar að tilnefna Andreu fatahönnuð. Hun stendur upp ur að minu mati. Fer eigin leiðir og hefur skapað fjöldan alla af fatnaði fyrir  íslenskar konur.“

Andrea hefur verið minn tískuinnblástur frá því ég var yngri og fór að hafa vit af klæðaburði og tísku. Hún er alltaf með allt á hreinu, litasamsetningar og smáatriðin er það sem veitir mér innblástur frá henni ??“

Andrea á Instagram hér.

Helgi Ómars

„Hann er einn af okkar allra færasti í tískubransanum hér heima. Þarf eitthvað að segja meir? Hann Helgi kann sitt fag og er sá sem ég horfi til daglega í mínu lífi bæði í sambandi við tísku og lífsstíl! Hann er gordjössss.“

Helgi á Instagram hér.

Hrefna Dan

„Hún er svo algjörlega hún sjálf, og spot on með samsetningar á allskonar stílum. Allt virðist klæða hana sjúklega vel????“

„Ég elska hvað hún fer sínar eigin leiðir og klæðist því sem henni langar að vera í, ekki hvað hún heldur að aðri vilji sjá! Er með fallegan, litríkan og skemmtilegan fatasmekk sem gerir hana að svo fràbærum karakter! Setur saman ólíkar flíkur og lætur þær ganga upp! Er óhrædd að nota bæði gamalt og nýtt saman, smekkkona í alla staði!“

„Falleg kona að innan sem utan sem elskar að gera fallegt í kringum sig.  Hrefna er með sinn eigin stíl og klæðir sig nákvæmlega eins og hana langar alveg sama hvað allir segja og það er eiginleiki sem alltof fáir hafa.  Það er gaman að fylgjast með Hrefnu bæði varðandi fatastíl og heimili. Hún er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir og blanda saman mynstrum og litum á allskyns hátt.“

Hrefna á Instagram hér.

Elísabet Gunnars

„Elísabet Gunnars bloggari og eigandi á trendnet fyrir afslappaðan og kúl stíl.  Hún er fylgin sér og veit nákæmlega hvað hún vill.  Púllar ótrúlegustu dress í öllum stærðum þrátt fyrir að vera mjög lítil & grönn þá rokkar hún fötin af manninum sínum (sem slagar hátt í 2 metra) eins og ekkert sé. Áreynslulaus stíll – Flott kona.“

„Fer sínar leiðir í fatavali og er ekkert endilega að eltast við dýr merki.“

Hún er flott kona með sinn einstaka fatastíl. Hún blandar saman vintage fötum og nýjum fötum. Notar fallega fylgihluti.  Gefur mér góðar hugmyndir um hvernig hægt er að blanda saman grófum og fínum fötum og fylgihlutum.“

Elísabet á Instagram hér.

Júlía Tómadóttir

„She’s fly“

„Hún er ung og vinnur sem stílisti í mörgum auglýsingum á landinu. Hún hefur líka stíliserað marga listamenn landsins og er trendsetter án þess að auglýsa sig sem það.“

Júlía á Instagram hér.

Þóra Valdimars

„Elska hvernig hún blandar flíkum saman í skemmtilegan stíl.“

„Hefur náð langt með framandi, stílhreinum og kvenlegum stíl.“

„Alltaf mörgum skrefum á undan, frábær fyrirmynd og mikill innblástur.“

Þóra á Instagram hér.

Saga Sig

„Litríkur, sterkur og rómantískur stíll. Óhrædd við að klæðast sterkum litum, fallegum prentum og óaðfinnanlegar samsetningar sem vekja innblástur.“

„Hún algjörlega óhrædd við liti og munstur og fylgir ekki trendum. Svo er hún oftast náttúrulega máluð og með rauðan varalit sem passar við allt.“ 

Saga á Instagram hér.

Endilega settu þitt atkvæði í pottinn HÉR

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.