Bert á milli – trend sumarsins?

Nú er loksins farið að sjá til sólar hér á höfuborgarsvæðinu, að minnsta kosti í augnablikinu, og því er þetta trend kannski eitthvað til að skoða nánar. Magabolurinn góði hefur verið á hraðri uppleið en það er ekki sama hvernig maður klæðist þessu tiltekna trendi.

Magabolurinn, annaðhvort hataru hann eða elskar, en þessi stutti bolur sem sýnir bert á milli hefur verið vinsæll undanfarið og komið inn á tískuradarinn með tísku tíunda áratugarins.

Stjörnurnar og tískufyrirmyndirnar hafa skipst á að klæðast ólíkum stílum af blússum eða bolum sem sýna bert á milli.

Gigi Hadid
Winnie Harlow

Gigi Hadid
Kim Kardashian West

Jennifer Lopez
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.