Svartklæddar mæðgur á pókermóti

Kardashian mægðurnar voru mættar á góðgerðapókermót í Kaliforníu um helgina og voru að sjálfsögðu klæddar í takt við tilefnið. Svartklæddar frá toppi til táar.

Þær Khloe og Kim Kardashian ásamt móður sinni Kris Jenner og litlu systur Kendall Jenner voru mættar á ‘If Only’ Texas hold’em góðgerðamótið í póker og stálu auðvitað senunni að venju. Svartklæddar með sólgleraugu allar, nema sú yngsta sem var í doppóttri silkidragt.

Ef einhver var í vafa með að matrix-stílinn væri að trenda þá fær sá hinn sami staðfestingu á því hér.

Stela stílnum af þessum mæðgum?

Kim Kardashian West
Mjög mikilvægt að vera með sólgleraugu við pókerborðið.
Khloe Kardashian, Kendall Jenner, Kris Jenner og Kim Kardashian West.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.