Vinsælustu buxurnar í dag

Það kemur mörgum á óvart hvaða buxur eru þær vinsælustu hjá tískufyrirmyndunum í dag, en það eru gömlu góðu hjólabuxurnar. Nú eru þær ekki einungis notaðar við önnur íþróttaföt, heldur stórar skyrtur, dragtarjakka og háhælaða skó.

En hvernig varð þetta trend til? Fyrr í mánuðinum töluðum við um að Kim Kardashian West og Kanye West hafi stolið stílnum af Díönu prinsessu, en Kim hefur oft sést í hjólabuxum undanfarið.

Díana prinsessa árið 1995.

Hér sjáum við frá Instagram-stjörnunum og götustílnum á tískuvikunum um hvernig við getum fengið fleiri hugmyndir. Við höfum ekki enn fundið hjólabuxur í íslenskum verslunum, en ef þær eru til hér þá þiggjum við allar ábendingar, Glamour er alveg til í þetta trend.

Glamour/Getty

Kim Kardashian West

Bag against the wall? @jandmdavidson

A post shared by Pernille Teisbaek (@pernilleteisbaek) on

Next up, weekend ( soon)?

A post shared by Pernille Teisbaek (@pernilleteisbaek) on

 

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.