Í sérsaumuðum bleikum Gucci kjól á tónleikum í Róm

Björk Guðmundsdóttir er þessa dagana á tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötu sinni Utopiu um heiminn. Hún hefur verið í hverju ævintýralegu dressinu á fætur öðru á sviðinu og í gær í Róm var röðin komin að Alessandro Michele og Gucci að sjá um dressið.

Björk klæddist síðum bleikum pallíettumkjól með hettu úr smiðju yfirhönnuðar Gucci Alessandro Michele, sem er mikill aðdáandi Bjarkar en sýning um íslensku söngkonuna opnaði nýverið í Gucci Gardens í Flórens. Sagan segir að hönnuðurinn hafi verið í áhorfendahópnum í Róm í gærkvöldi en tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram í byrjun júní en var frestað vegna veðurs.

Björk var með gyllt höfuðskraut frá James Merry og um förðunina sá Issie Hungry. Stílisti Bjarkar á tónleikaferðalaginu er Edda Guðmundsdóttir.

Vá!

Þetta dress naut sín vel á sviðinu í Róm.

thanks for tonight rome ! . . . photo by @santiagraphy

A post shared by Björk (@bjork) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.