Frelsandi tilfinning að samgleðjast með öðrum konum

Mæðgnasambönd er oft einstök og oft á tíðum flókin, Kvennadýnamík sem á sér langa sögu. Konur sem ala upp konur. Í nýjasta tölublaði Glamour, sem er komið í allar helstu verslanir, er rætt við mæðgur um sambandið, lífið, kynslóðabilið, femínisma og kvennabaráttu. Hér er smá brot af viðtalinu.

Mæðgurnar Hanna María Pétursdóttir og dætur hennar Katla Maríudóttir og Saga Sigurðardóttir eiga einstakt samband. Þær eru samrýmdar og líkar mæðgur, en samt svo ólíkar. Hanna María varð amma í fyrsta sinn fyrir tæpum tveimur árum þegar Katla, eldri dóttirin, eignaðist sitt fyrsta barn.

Hanna María: Það hefur verið mér ofarlega í huga að fylgjast með dætrum mínum. Fæðingu fyrsta barnabarnsins, sambandsmálum og öllu því. En það sem mér finnst vera svo merkilegt og stundum óþægilegt er að maður þarf oft að sjá dætur sínar gera sömu mistök og maður sjálfur gerði.Vitandi það að maður getur ekkert gert, þær þurfa að reka sigá sömu veggina og maður gerði sjálfur. Maður getur ekkerthindrað það, það er bara svona hluti af þessu. Það finnst méralltaf svolítið erfitt. Ég finn til dæmis þegar ég er að fylgjastmeð elstu dótturinni í foreldrahlutverkinu að ég fæ stundum„flashback“. Ég sé eitthvað og hugsa með mér: „Ooo, ætlar hún að verða eins og ég!“ Ég hugsa oft eitthvað í þá áttina.

Hvernig finnst þér mamma þín tækla ömmuhlutverkið, Katla? Einhver stjórnsemi eða afskiptasemi?

Katla: Nei, alls ekki. Mér finnst mamma vera rosalega meðvituð um að vera ekki að stjórna og frekar að njóta þessa nýja sambands.

Hanna María: Það þýðir lítið fyrir mig. Ég get sagt frá minni reynslu og sagt: „Passaðu þig á þessu.“ En þær eru bara svo sterkar, alveg frá því að þær voru litlar hafa þær verið rosalegasjálfstæðar og sterkar. Og miklir samherjar. Þegar þessi var tveggja ára (bendir á Sögu sem er tveimur árum yngri en Katla) þá bara sá ég hana ekki meira. Þær tvær lokuðu sig inni í herbergi og bjuggu til sinn eigin heim. Þær voru svosterkar saman. Ég finn mig vanmáttuga að vera með einhvervaldboð gagnvart þeim.

Saga: Mamma hefur líka verið alltaf svo mikill vinur okkar allra. Það er svo mikið þannig samband á milli okkar. Ég man í alvörunni bara tvisvar eftir því að þú hafir skammað mig. Og ég man þaðþví annað skiptið var bara fyrir einum mánuði síðan.

Þær hlæja allar.

Hvernig er ykkar upplifun af femínisma, þessu fræga glerþaki og hvernig horfið þið á hvað mamma ykkar þurfti að ganga í gegnum á sínum tíma sem einn af fyrstu kvenprestum landsins?

Saga: Ég náttúrulega upplifi þetta allt saman mjög mikið ígegnum mitt starf, ljóshærð kona sem er ljósmyndari og alltaf í skrýtnum fötum. Ég þarf að gera alls konar hluti til að vera stærri og sterkari. Undanfarið hef ég líka þurft að standameira með sjálfri mér, þar sem ég lendi í atvikum í vinnunni þar sem komið er öðruvísi fram við mig vegna þess að ég er kona. Ég var heillengi mjög reið yfir þessu en ákvað loks að segja þetta bara upphátt við viðkomandi sem kom svoleiðisfram við mig. Það var mjög öflugt að standa með sjálfum sérá svona tímapunkti og það er eitt af því sem mamma hefur kennt okkur. Ég hef upplifað ýmislegt í mínu starfi, sem er mjög karllægt. Og maður gerir alls konar skrýtna hluti, eins og stundum fer með ég með aukagræjur á sett, því þá er enginn að velta því fyrir sér hvort ég viti hvað ég er að gera. Ég hef líka áttað mig á því að það eru fullt af karlmönnum sem styðja mig og vilja að mér gangi vel.

Hanna María: Þegar ég lít til baka, þá hefur mér yfirleitt sárnað meira gagnrýni kvenna en karla. Þeir voru aldir svona uppvið þetta en konur voru bara systematískt að draga niður þær konur sem sköruðu fram úr. Það gerist enn þann dag í dag. Ég finn það bara í þessum geira sem Saga er að vinna í til dæmis.

Saga: Eitt af því sem bæði þú og pabbi hafið líka kennt okkur, og það er mjög sterkt í mér, að öfunda ekki. Ég hef aldreimátt öfunda. Ég á að samgleðjast. Þetta er besta og fallegastaveganestið sem þau hafa gefið mér. Ég samgleðst öðrum konum sem gengur vel, það er mjög frelsandi tilfinning. Að lyfta öðrum konum upp, og þá lyfta þær þér upp í staðinn. Það er svo geggjað. Það er svo mikill kraftur í því. Þetta er kannski svo sjálfsagt, en það gefur svo mikið að gefa hrós. Eins og mamma um daginn hrósaði konunni á kassanum íBónus svo fallega. Konan varð svo glöð og þetta er svo lítið enskiptir svo miklu máli. Að hrósa og vera glaður með öðrum.

Hanna María: Öfundin tekur svo mikið frá okkur. Það er svo mikil frelsisskerðing, þú ert í raun að afneita sjálfum þér.

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour, sem er komið í allar helstu verslanir, eða tryggja sér áskrift hér. Tilvalin lesning um helgina!

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.