Beyoncé frumsýnir Burberry frá Riccardo Tisci

Tískuunnendur hafa beðið spenntir eftir fyrstu myndum frá Burberry, eftir að Riccardo Tisci tók við, en það var tilkynnt í mars síðastliðnum. Riccardo mun frumsýna nýjustu línu tískuhússins á næstunni, en Beyoncé fékk að vera sú fyrsta sem klæddist fatnaði úr línunni.

Beyoncé frumsýndi dressið á tónleikaferðalagi sínu, sem er einhverskonar samfella og stuttur jakki yfir, bæði í gamla góða Burberry köflótta mynstrinu. Beyoncé klæddist einnig stígvélum í sama mynstri við. Það verður áhugavert að sjá hvert Riccardo tekur tískuhús Burberry, en hann hefur nú þegar breytt lógóinu og frumsýnt nýtt mynstur. Það verða líklega margar breytingar gerðar á tískuhúsinu en Riccardo er fullkomnlega treyst til þess.

Riccardo Tisci var áður listrænn stjórnandi Givenchy og er ástæða fyrir velgengni þess síðustu ár.

Glamour/Burberry

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.